Í dag á Heilsuleikskólinn Laufás afmæli
Heilsuleikskólinn Laufás er 33 ára í dag. Hefð er fyrir því að bjóða foreldrum og velunnurum skólans í afmæliskaffiboð á þessum degi en vegna Covid var það því miður ekki hægt. Við dóum samt ekki ráðalaus og héldum upp á daginn með því að setja fána á borð, snæða ljúffenga súkkulaði köku og syngja. Leikskólinn fékk nýja kubba og bók um líkamann sem verður einmitt þema hjá okkur eftir áramót.
Það er leikur að læra kveðjur til ykkar allra, vonandi getum við boðið í jólakaffi á aðventunni en ef ekki, þá leysum við það í takt við allt og alla.