VALMYND ×

Skóladagatal 2018-19

Skóladagatal fyrir næsta ár hefur verið samþykkt af nýrri fræðslunefnd og skólaráði. Hægt er að að finna dagatalið undir tenglinum Um leikskólann hér fyrir ofan.

Leikskólinn fer í sumarfrí 11. júlí kl. 13 eða eftir sumarhátíðina okkar. Þá er foreldrum, ömmum og öfum og eldri systkinum boðið að koma til okkar í sprell, það verður andlitsmálun og grillaðar pylsur í boði og fleira skemmtilegt á skólalóðinni.

Leikskólinn byrjar aftur eftir sumarfrí 9. ágúst kl. 13:00 en það er starfsfundur um morguninn.