Tilslakanir á skólastarfi
Nýjustu punktar um skólastarf vegna sóttvarna. Við á Laufási breytum engu hjá okkur út desember, ef eitthvað breytist þá látum við foreldra vita.
- Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla.
- 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum.
- Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur.
- Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega.
- Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember.