VALMYND ×

Fréttir

Skáld í skólum

Á þriðjudaginn munu Villi, Vilhelm Anton Jónsson,  og Linda Ólafsdóttir heimsækja yngsta og miðstigið. Þau eru á vegum Skáld í skólum sem er samstarfsverkefni Rithöfundasambandsins, Menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. 

Hér er linkur á þau verkefni sem voru í boði þetta árið, en það var svo sannarlega erfitt að velja eitthvað eitt! Hér linkur á síðu Rithöfundarsambands Íslands. 

 

Við ætlum að bjóða elstu drengjunum, skólahópnum, á leikskólanum að koma yfir í grunnskólann og njóta með okkur :-) 

Starfsdagur

Á fimmtudaginn, 24. október, er sameiginlegur starfsdagur með öllum starfsmönnum Ísafjarðarbæjar. Leikskólanum verður því lokað kl 11:30. Nemendur fá skyr og brauð að borða áður en þeir halda heim. 

 

Skólahlaup - starfsdagur

Í gær, fimmtudaginn 17. október, tóku nemendur leikskólans þátt í skólahlaupi grunnskólans. Þau stóðu sig mjög vel, og voru tveir nemendur sem hlupu 2,5 km! Vel gert! Eftir hlaupið fengu nemendur ávexti. Ég set með nokkrar myndir sem ég tók í gær - svo virðist sem ég geti ekki snúið þeim, biðst forláts... 

Á fimmtudaginn næsta, 24. október, er sameiginlegur starfsdagur með starfsfólki Ísafjarðarbæjar. Leikskólinn verður því lokaður frá kl 11:30. Nemendur fá samt að borða áður en þeir halda heim. 

Starfsdagurinn fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi.Dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu.

Skólahlaup

Á morgun, fimmtudaginn 17. október verður hið árlega skólahlaup hjá Grunnskólanum á Þingeyri. Samkvæmt venju munu nemendur leikskólans taka þátt. 

Hlaupið verður ræst kl 10:15 hjá kirkjunni og munu yngstu/elstu nemendur hlaupa/ganga 2,5 km, aðrir eftir getu. Að loknu hlaupi fá nemendur ávöxt áður en farið er aftur í leikskólann. 

Allir velkomnir með okkur :-) 

Bleikur dagur

Við minnum á bleikan dag á morgun, föstudag :-) 

 Sjá upplýsingar hér

 

Vetrarstarfið hjá okkur á Laufási

Kæru foreldrar. Nú er allt að smella saman hjá okkur og starfið farið á fullt. Það eru ýmsar mannabreytingar hjá okkur í ár. Erna okkar er farin í fæðingarorlof og Sonja Dröfn mun sinna hennar starfi í vetur. Sonja verður við á leikskólanum alla þriðjudaga frá 8- 12 og svo á miðvikudögum frá 13- 16. Einnig er hægt að ná sambandi við hana í grunnskólanum.

Við kveðjum einnig hana Möggu okkar en hennar verður sárt saknað af starfsfólki og börnum leik- og grunnskóla. Magdalena tók við starfi Möggu núna á haustmánuðum og hefur staðið sig með prýði. Henni til aðstoðar verður Heiður Embla, en hún mun einnig sjá um þrifin.

Við höfum einnig  fengið nýja manneskju  inn á deild, hana Ingu Jónu og við vorum svo heppin að með henni fylgdu tvær litlar skottur. 

í Vetur ætlum við að vinna með þemað Sveitin mín. Í því þema munum við kynnast bæði sveitarbæjum og húsdýrum fjarðarins betur og nærumhverfi okkar.  Við munum fara ýmsar leiðir til að auka þekkingu okkar en þar má nefna: sveitaferðir, smakka afurðir, listsköpun, vinna með endurvinnanlegt efni, fylgjast með útungun hænuunga og margt fleira skemmtilegt. 

Fyrsta dýrið sem börnin völdu að læra um er hesturinn. Við munum því fara í markvissa vinnu með hann næsta mánuðinn. Þar sem þemað okkar er sveitin völdu börnin dýranöfn á hópana sína. 

Inga Jóna verður með Folaldahóp (2014-2015), Kristín Harpa með Lambahóp (2016-2017) og Hulda Hrönn með ungana sína 3 (2018) 

Heilsubókin verður rafræn í fyrsta sinn í ár og munum við kynna hana betur þegar nær dregur. 

Íþróttahúsið verður á sínum stað á miðvikudögum kl. 09:00. Fyrst um sinn munu yngstu stelpurnar kynnast leikskólanum betur en fara svo tvisvar í mánuði þegar þær eru orðnar vanar. 

Hlökkum til að eyða vetrinum með börnunum ykkar og deila með þeim frábærum stundum :) 

 

Starfsfundur 24. október

Fimmtudaginn 24. október mun starfsfólk leikskólans sækja starfsmannafund á Ísafirði. Leikskólinn mun því loka kl. 11:30 þann dag. 

Bestu kveðjur 

 

Starfsdagur 2. október

Kæru Foreldrar. 

Miðvikudaginn 2. október er sameiginlegur starfsdagur skólanna á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og er því leikskólinn lokaður þann dag. 

Starfsfólk byrjar daginn á skyndihjálpar námskeiði og eftir hádegi munum við undirbúa vetrarstarfið. 

 

Sumarhátíð Laufás

Sumarhátíð Laufás verður föstudaginn 5. júlí kl. 11-13. Við ætlum að gera okkur glaða stund fyrir sumarfrí. Það verða grillaðar pylsur, andlitsmálun og óvæntir gestir kíkja í heimsókn. Börnunum gefst líka kostur á að fara á hestbak á skólalóðinni. Foreldrar, ömmur, afar og systkini eru hjartanlega velkomin.

Sumarleyfið hefst kl. 13 þannig að börnin og gestir þeirra verða búnir að hita upp fyrir Dýrafjarðardaga og hátíðarhöld um helgina. Leikskólinn opnar aftur eftir sumarleyfi 12. ágúst. kl. 13.

Starfsfólk Laufás þakkar fyrir skólaárið 2018-19 og óskar öllum gleðilegs sumars.

Skóladagatal 2019-20

Skóladagatal Heilsuleikskólans Laufás 2019-2020
Skóladagatal Heilsuleikskólans Laufás 2019-2020

Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur verið samþykkt í foreldraráði og fræðslunefnd. Dagatalið tekur gildi 12. ágúst eftir sumarleyfi. Dagatalið má finna undir "um leikskólann" í tengli hér fyrir ofan.

Í reglum um leikskólaþjónustu segir: Leikskólar eru lokaðir sex daga á ári vegna skipulagsdaga. Þrír þeirra skulu vera á sama tíma og starfsdagar starfsfólks eða frídagar nemenda í grunnskólum. Hinir þrír geta verið ýmist hálfir dagar eða heilir. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa. Börn sem dvelja í leikskólum Reykjavíkurborgar taka að lágmarki tuttugu virka daga í sumarleyfi. Leikskólastjóri ákveður, að höfðu samráði við starfsmenn og foreldraráð viðkomandi leikskóla, hvort leikskólinn verði opinn allt sumarið eða loki samfellt í tíu til tuttugu virka daga. Hér á Laufási hefur það tíðkast að taka allt sumarleyfið samfellt.