VALMYND ×

Fréttir

Dagur leikskólans

Á fimmtudaginn næsta, 6.febrúar er Dagur leikskólans. Þá munum við gera okkur smá dagamun, boðið upp á útisúpu, fylgist endilega með fésbókarsíðu foreldra. 

Á mánudaginn fjölgar hjá okkur um tvo, en þá munu bræður byrja í leikskólanum að nýju. Þeir hafa verið hjá okkur áður og því verða vonandi fagnaðarfundir :-) 

Vetrarveður

Nú er búið að gefa út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Vestfirði. Samkvæmt veðurspá þá gengur hvellur yfir svæðið og ekki útlit fyrir að það lægi fyrr en aðfararnótt föstudags. Ég vil biðja ykkur um að fylgjast vel með veðurspá og aðstæðum áður en haldið er af stað með börnin og láta vita ef þið ætlið að halda þeim heima. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

Gleðileg jól

Starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum leikskólans gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu ári. 

 

Megið þið eiga góða daga, umvafinn vinum og fjölskyldu. 

 

Starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás

Jólafrí

Búið er að hengja upp blað í forstofunni þar sem þið eruð beðin um að merkja við þá daga sem barn verður í leikskólanum frá 23. desember 2019 - 4. janúar 2020. Vinsamlegast skráið þar inn sem fyrst ef barn nýtir sér vistunartímann sinn. 

Íþróttahús

Gott er að hafa í huga að börnin fara í íþróttahúsið á miðvikudögum. Þá er gott að þau séu í þægilegum fatnaði, þau mega vera í stuttbuxum (hafa með sér eða vera í innan undir buxum) en þau eru alltaf á tásunum :-)

Afmæli Laufás

Í tilefni þess að Heilsuleikskólinn Laufás er 31 árs, þá er aðstandendum boðið í kaffi á morgun, þriðjudag, kl 14:30-16:00.

Starfsmannafundur

Við minnum á að leikskólinn opnar ekki fyrr en kl 10:00 í fyrramálið, þriðjudaginn 12. nóvember, vegna starfsmannafundar :-) 

Haustfundur

Við minnum á haustfund Heilsuleikskólans Laufás sem að þessu sinni er sameiginlegur með Grunnskólanum á Þingeyri. 

Skóladagatal

Í samþykkt Fræðsluráðs Ísafjarðarbæjar varðandi leikskólamál og bættan aðbúnað kemur fram að breyta skuli fundartíma starfsmanna og lokun leikskóla. Því er búið að uppfæra skóladagatalið í samræmi við það. 

 

Hér má finna samantekt starfshóps um leikskólamál. Hér er uppfært skóladagatal.