VALMYND ×

Fréttir

Listasýning leikskóla Ísafjarðarbæjar!!

KÆRU FORELDRAR! Listasýning leikskóla Ísafjarðarbæjar er 8. júní næstkomandi. Setning sýningarinnar er klukkan 10:00 og við viljum vera viðstödd og bjóða ykkur með.

Eftir listasýninguna förum við í Slökkvistöðina og skoðum okkur um,  svo fáum við okkur eitthvað gott í gogginn áður en við höldum heim.

Okkur vantar 1-3 bílstjóra eftir því hvað koma margir foreldrar…. Vilt þú koma með okkur? Getur þú keyrt?  Það er hægt að skrá sig á þar gerðu eyðublaði í leikskólanum.

kveðja, Elsa María.

2. júní er SVEITAFERÐ!

Við kíkjum í sveitina, kíkjum á dýralífið í sveitinni, förum í leiki, grillum og höldum svo heim.

24.maí er ÚTSKRIFT elstu barnanna á Laufási

Athöfnin verður kl 11:30 og að því loknu verður grillað í góða veðrinu (vonandi).  Kl 13 heldur svo veljulegt starf áfram í leikskólanum.  Allir velkomnir :)

Morgunkaffi með foreldrum

Góðan dag kæru foreldrar.

Á föstudaginn kemur er í boðið foreldrakaffi. Hugmyndin er sú að foreldrar komi inn með barninu sínu þennan morgun, fái sér kaffi-, te- eða vatnssopa í skotinu og kannski labbi hring með barninu sínu og skoði það sem barnið hefur áhuga að að sýna ykkur og svo heldur dagurinn bara áfram.


Hlökkum til að taka á móti ykkur, með sól í hjarta.

Dótadagur 24. mars.

Dótadagur verður 24. mars næstkomandi og þá mega börnin hafa með sér eitt leikfang að heiman.

Við viljum minna á að merkja leikföng barnanna og að leikskólinn og starfsfólk hans geta ekki borið ábyrgð á leikföngum sem börnin hafa meðferðis.

Með dótakveðju, Elsa María.

 

 

GRÍMUBALL!!

GRÍMUBALL Á LAUFÁSI!!

Góðan daginn, gott fólk!!

Nú er komið að því að auglýsa okkar árlega Grímuball á Laufási sem verður á Bolludag, 27. febrúar (mánudag)

þetta ár í stað Öskudags.….

  1. og 2. bekk í G. Þ. er boðið að vera með frá 10:00 -11:50.

AndlitSmálun verður á staðnum!!

Hlökkum til að sá ykkur 

Gleðileg jól!

Kæra samstarfsfólk, forráðamenn og konur, börn og aðrir velunnarar skólans.

Megi jólahátíðin færa ykkur hlýju í hjarta og birtu í huga.

Með ósk um farsæld á nýju ári.

Þökkum góðar stundir á liðnum árum.

 

Við viljum minna á að það er lokað hjá okkur 2 janúar vegna starfsdags.

Sjáumst kát þann 3 janúar 2017

Jólakveðja, Heilsuleikskólinn Laufás

Starfsfundur framundan!!

Þann 25. nóvember er starfsfundur. Þá lokar leikskólinn kl. 12:30.  

Þann dag verður súpa í boði frá 12:00 -12:30 fyrir foreldra.  Hún verður inni að þessu sinni :) 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Eineltisdagurinn 8. nóvember

Menntamálastofnun vekur athygli á því að 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn. Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig við getum stuðlað að jákvæðara samfélagi fyrir alla.

Hægt er að minna á daginn með táknrænum hætti og beina umræðunni að einelti og afleiðingum þess í samfélaginu. Vert er að rifja upp að árið 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja þessu málefni lið.

Allt of mörgum líður illa vegna eineltis og staðreyndin er sú að einelti getur eyðilagt líf og tekið líf. Einelti er þjóðfélagsmein og það er samfélagsskylda okkar að stuðla að því að uppræta það. Einelti þrífst alls staðar þar sem það er látið afskiptalaust. Ef við verðum vör við einelti, leggjum þá okkar framlag á vogarskálarnar, grípum inn í og gerum okkar besta til að beina málinu í réttan farveg. Eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn einelti er að samþykkja ekki þöggun.

Við í Heilsuleikskólanum Laufási ætlum að ræða um einelti og að skilja eftir útundan, við ætlum leggja áherslu á vinskap og stuðla að jákvæðum samskiptum, vináttu og hjálpsemi þessa vikuna. Við erum með vinalög, vinasögur og svo horfðum við á Ávaxtakörfuna og ræddum um það sem þar fer fram.

Kær kveðja starfsfólk.