VALMYND ×

Fréttir

Öryggi barna í bíl

Kæru foreldrar. Í þessum bæklingi , Öryggi barna í bíl sem Samgöngustofa hefur gefið út, má finna aðgengilegar og ítarlegar upplýsingar um þau atriði sem hafa þarf í huga þegar tryggja skal sem best öryggi barna í bílum. Fjallað er m.a. um ólíkar gerðir barnabílstóla og annan þann öryggisbúnað sem hentar börnum á mismunandi aldurskeiðum.

 

 

https://www.samgongustofa.is/media/umferd/umferdaroryggi/Oryggi-barna-i-bilum---einblodungur.pdf

 

Listasýning leikskóla Ísafjarðarbæjar!!

KÆRU FORELDRAR! Listasýning leikskóla Ísafjarðarbæjar er 8. júní næstkomandi. Setning sýningarinnar er klukkan 10:00 og við viljum vera viðstödd og bjóða ykkur með.

Eftir listasýninguna förum við í Slökkvistöðina og skoðum okkur um,  svo fáum við okkur eitthvað gott í gogginn áður en við höldum heim.

Okkur vantar 1-3 bílstjóra eftir því hvað koma margir foreldrar…. Vilt þú koma með okkur? Getur þú keyrt?  Það er hægt að skrá sig á þar gerðu eyðublaði í leikskólanum.

kveðja, Elsa María.

2. júní er SVEITAFERÐ!

Við kíkjum í sveitina, kíkjum á dýralífið í sveitinni, förum í leiki, grillum og höldum svo heim.

24.maí er ÚTSKRIFT elstu barnanna á Laufási

Athöfnin verður kl 11:30 og að því loknu verður grillað í góða veðrinu (vonandi).  Kl 13 heldur svo veljulegt starf áfram í leikskólanum.  Allir velkomnir :)

Morgunkaffi með foreldrum

Góðan dag kæru foreldrar.

Á föstudaginn kemur er í boðið foreldrakaffi. Hugmyndin er sú að foreldrar komi inn með barninu sínu þennan morgun, fái sér kaffi-, te- eða vatnssopa í skotinu og kannski labbi hring með barninu sínu og skoði það sem barnið hefur áhuga að að sýna ykkur og svo heldur dagurinn bara áfram.


Hlökkum til að taka á móti ykkur, með sól í hjarta.

Dótadagur 24. mars.

Dótadagur verður 24. mars næstkomandi og þá mega börnin hafa með sér eitt leikfang að heiman.

Við viljum minna á að merkja leikföng barnanna og að leikskólinn og starfsfólk hans geta ekki borið ábyrgð á leikföngum sem börnin hafa meðferðis.

Með dótakveðju, Elsa María.

 

 

GRÍMUBALL!!

GRÍMUBALL Á LAUFÁSI!!

Góðan daginn, gott fólk!!

Nú er komið að því að auglýsa okkar árlega Grímuball á Laufási sem verður á Bolludag, 27. febrúar (mánudag)

þetta ár í stað Öskudags.….

  1. og 2. bekk í G. Þ. er boðið að vera með frá 10:00 -11:50.

AndlitSmálun verður á staðnum!!

Hlökkum til að sá ykkur 

Gleðileg jól!

Kæra samstarfsfólk, forráðamenn og konur, börn og aðrir velunnarar skólans.

Megi jólahátíðin færa ykkur hlýju í hjarta og birtu í huga.

Með ósk um farsæld á nýju ári.

Þökkum góðar stundir á liðnum árum.

 

Við viljum minna á að það er lokað hjá okkur 2 janúar vegna starfsdags.

Sjáumst kát þann 3 janúar 2017

Jólakveðja, Heilsuleikskólinn Laufás

Starfsfundur framundan!!

Þann 25. nóvember er starfsfundur. Þá lokar leikskólinn kl. 12:30.  

Þann dag verður súpa í boði frá 12:00 -12:30 fyrir foreldra.  Hún verður inni að þessu sinni :) 

Hlökkum til að sjá ykkur.