VALMYND ×

Fréttir

Byrjun skólastarfsins á Laufási

Glaðir krakkar í síðsumarsól
Glaðir krakkar í síðsumarsól

Nú er skólastarf hafið á Laufási eftir sumarleyfi. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsfólki skólans. Nýr matráður hefur verið ráðinn, skólastjóri er kominn aftur eftir fæðingarorlof, nýr deildarstjóri hefur störf í september ásamt því að nýr leiðbeinandi hefur störf eftir helgina. Einnig sjáum við fram á fjölgun barna sem er jákvætt og ef allt gengur eftir verða börnin 15 í vetur.

Skólastarf helst að mestu óbreytt vegna Covid- það er spritt fyrir foreldra á ganginum þegar þeir koma, höldum 2m reglunni og berum ábyrgð á eigin hegðun. Börnin þvo oftar um hendur og öll þrif á leikskólanum eru ýktari. Ef eitthvað breytist þá látum við foreldra vita.

Minni á skóladagatalið hér á heimasíðunni ásamt fleira efni, við ætlum að halda áfram að gefa út dagtölin-fyrsta dagatalið verður fyrir september.

Með von um gott samstarf - það er leikur að læra 

Starfsfólk heilsuleikskólans Laufás

Sumarfrí - haustið

Þá er sumarfrí hafið hjá börnum sem og starfsfólki, en það hófst 3. júlí síðastliðinn. 

Hauststarfið hefst að nýju 10. ágúst kl 13:00. 

 

Við vonum að þið hafið það sem allra best í sumarfríinu og mætið endurnærð í ágúst. 

Útskrift o.fl.

Piltarnir og 1.-3.bekkur
Piltarnir og 1.-3.bekkur

Elstu drengir leikskólans voru útskrifaðir miðvikudaginn 20. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni þurfti að breyta út af vananum og voru bara foreldrar drengjanna viðstaddir. Það voru 5 hressir piltar sem fengu gjafir og skirteini :-) Þeir fóru svo í langa skólaheimsókn á föstudeginum, voru alveg frá 8:10 - 12:10 með nemendum 1.-3.bekkjar. Þeir munu svo fara á sundnámskeið með Ernu og Hönnu Gerði á mánu-, miðviku-, fimmtu- og föstudag. 

Skólastarf frá 11. maí

Leikskólastarf verður með hefðbundnum hætti frá og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Foreldrar mega þá t.d. koma inn í leikskólann. Hins vegar munum við halda áfram að vera með aukin þrif. Eins verður ávallt farið eftir fyrirmælum frá Almannavörnum og ef einhverjar breytingar verða, þá munum við upplýsa ykkur um það. 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

Aukin opnun

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á auka vistunarviku í byrjun júlí, fyrir þá sem vilja. Samkvæmt skóladagatali fer leikskólinn í sumarfrí 3. júlí, kl 13:00. Hins vegar er mögulegt að vera aukalega vikuna 6. -10. júlí. Sækja þarf um það með því að senda póst á sonjahe@isafjordur.is og er þetta einungis í boði ef óskað er eftir vistun fyrir fjögur börn eða fleiri. 

Þjónusta sálfræðings

 

Þar sem ekki hefur verið hægt vegna ástandsins í þjóðfélaginu að veita sérfræðiaðstoð sálfræðinga sl. vikur þá hafa sálfræðingarnir okkar þær Sólveig Norðfjörð og Björg Norðfjörð ákveðið að opna fyrir ráðgjöf með símaviðtölum við nemendur, foreldra og kennara. Einnig ætla þær að hafa samband við þá foreldra sem bíða eftir niðurstöðum viðtala frá því í febrúar.

Þeir sem telja sig þurfa ráðgjöf er bent á að hafa samband við Sólveigu eða Björgu í gegnum tölvupóst: solveignordfjord@gmail.com eða bjorg00@hotmail.com gefa upp nafn, símanúmer og jafnvel nafn barnsins ef það hefur verið í viðtölum hjá þeim. Þær munu síðan hafa samband við viðkomandi við fyrsta tækifæri.

Sálfræðingarnir sem starfa við leik- og  grunnskóla Ísafjarðarbæjar eru hluti af skólaþjónustu sveitarfélagsins og sinna allri almennri sálfræðivinnu við skólanna. Sálfræðingarnir vinna í nánu samstarfi við starfsfólk leik- og grunnskólanna og aðra þá sem koma að málefnum barna.

Með bestu kveðju

Guðrún Birgisdóttir

Skóla- og sérkennslufulltrúi

Ísafjarðarbæjar

Opnum 27. apríl

Nú lítur út fyrir að hertum aðgerðum verði aflétt frá og með 27. apríl næstkomandi. Leikskólinn mun því opna þann dag á hefðbundnum tíma. Þó með takmörkunum eins og þær voru fyrir páska. Þ.e. foreldrar koma aldrei alveg inn í leikskólann, bara í forstofuna og börnin eru helst í útiveru þegar þau eru sótt. Foreldrar láta vita, hvernær barnið er sótt, svo það sé tilbúið. Einnig reynum við eins og kostur er að skipta nemendum í tvo hópa. En vegna smæðar leikskólans, er ekki talin ástæða til að tvískipta alveg leikskólanum og starfsmönnum hans. 

Ég mun svo upplýsa ykkur þegar ég veit meira um afléttingu frá 4. maí næstkomandi. 

En það verður frábært að fá aftur líf í húsið, viðbúið að það verði mikil gleði hjá börnunum að hitta aftur vini sína :-) 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

ÁRÍÐANDI - LOKAÐ

Sæl

Ég var að fá þau fyrirmæli frá Almannavörnum að verið sé að herða aðgerðir hér fyrir vestan og verður því leikskólinn Laufás lokaður frá og með morgundeginum og um óákveðinn tíma. Það eru einungis börn foreldra í FRAMLÍNUSTÖRFUM sem geta mætt. En það verður að sækja um það í gegnum island.is. Annars verður engin að störfum í leikskólanum. Einnig eru það börn í 1. og 2. bekk sem eiga foreldra í framlínustörfum sem geta sótt um undanþágu í gegnum vefinn, island.is. Ég hef ekki frekari upplýsingar um skólahald eftir páskafrí, en það má alveg gera ráð fyrir að það verði enn frekari röskun á því, en þegar hefur orðið. En meira um það þegar nær dregur 14.apríl.

Ég hef ekki fengið upplýsingar um staðfest smit á staðnum en vil hins vegar minna alla á að fara eftir þeim fyrirmælum sem búið er að ítreka margoft, m.a. um fjarlægð á milli fólks, handþvott o.fl. Sjá á covid.is

Ég mun halda ykkur eins vel upplýstum, nú sem áður, þegar ég hef frekari fregnir.

Með bestu kveðju,

Forgangshópar

Gott er að minna á að ef til þess kemur að við þurfum að loka leikskólanum, þá eru Almannavarnir með forgangslista fyrir þá aðila sem verða að fá að nýta leikskólapláss. 

Listinn er hér og foreldrar þurfa báðir að skrá sig í island.is

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30