VALMYND ×

Fréttir

Bleikur dagur og fyrsta skólaheimsóknin í Brúum bilið

Bleikur október er orðin hefð hér á Laufási og bleiki dagurinn orðin skemmtilegur dagur fyrir bæði börn og starfsfólk þar sem við klæðumst bleiku til að lýsa upp október skammdegið og sýna í leiðinni samstöðu og stuðning við konur með krabbamein. Í morgunmat var hafragrautur með jarðaberja þeyting og auðvitað notuðum við bleiku glösin. Blöðrur og bleikt perluskraut var hengt í gluggana til að gleðja okkur og ykkur. Iwona bakaði köku og skreytti með bleiku kremi og margt fl.

Föstudaginn 15. október fór skólahópurinn í fyrstu skólaheimsóknina í Grunnskólann á Þingeyri. Það var magnað andrúmsloft, hlaðið spennu og gleði sem fylgdi skólahópnum okkar upp í skóla í morgunn. Skólastjóri sýndi börnunum inn í næstum alla króka og kima skólans. Börnin fengu að sjá og heilsa upp á alla nemendur og kennara, áttu nestisstund með umsjónarkennaranum á yngsta stigi og tóku þátt í frímínútum áður en þau héldu aftur í leikskólann. Sjá myndir hér til hliðar.

Kartöfluuppskera góð á Laufási

Að taka upp kartöflur er góð samvera
Að taka upp kartöflur er góð samvera
1 af 6

Góð uppskera af kartöflum hafa verið teknar upp hér á Laufási þetta haustið. Við erum afar glöð yfir áhugasemi barnanna sem hafa sýnt verkefninu mjög mikinn áhuga frá því að útsæði var sett niður í vor. Við erum líka afar glöð yfir því að kartöflurnar fengu að vaxa í friði í sumar fram á haustið. Meðfylgjandi myndir sýna stemninguna í rigningarveðrinu og afraksturinn. Búið er að sjóða nýjar kartöflur og smakka og auðvita smökkuðust þær afar vel og eru sennilega bestu kartöflur í heimi.

Vonandi heldur áfram að starfa hér áhugasamir kennarar sem eru tilbúnir til að halda þessu skemmtilega verkefni gangandi næsta vor.

 

 

Leiðbeiningar á sóttvörnum í leikskólastarfi haust 2021

Minnum foreldra á grímuskylduna inni í leikskólanum-sprittið er á sínum stað. Hlökkum til að sýna ykkur af kartöfluuppskerunni okkar.
Minnum foreldra á grímuskylduna inni í leikskólanum-sprittið er á sínum stað. Hlökkum til að sýna ykkur af kartöfluuppskerunni okkar.

Við kunnum þetta en nauðsynlegt að fara yfir þetta:

  • Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu.
  • Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými.
  • Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu.
  • Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt.
  • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum.
  • Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðartakmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki.
  • Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

 

Febrúar fréttir

Sandkassaleikir í febrúar
Sandkassaleikir í febrúar
1 af 5

Það er allt búið að vera á fullu hér á Heilsuleikskólanum Laufási í febrúar. Má þar helst nefna blíðu veður og marga kaffitíma útivið sem börnin kunna vel að meta. Bolludagurinn var haldinn hátiðlegur, við átum á okkur gat á Sprengidaginn og svo var Öskudagspartýið á sínum stað. Nemendur í 1. bekk grunnskólans komu til okkar á  Öskudaginn og það var mikið stuð. Eydís byrjaði að vinna á Laufási og okkur hlakkar til að kynnast henni betur. Við erum líka afar glöð yfir því að foreldrar geti komið inn í leikskólann, minnum þó á persónulegu sóttvarnirnar og sprittið á veggnum.

Gleðilegustu fréttirnar í febrúar eru þær að 19. barnið hóf vistun í leikskólanum í vikunni og það var hægt að opna sandkassan í gær. 

Heilsuleikskólinn óskar eftir leikskólakennara

Heilsuleikskólinn Laufás á Þingeyri auglýsir laust til umsóknar 60-100% starf leikskólakennara. Til greina kemur að ráða umsækjanda með aðra uppeldismenntun eða starfsmann leikskóla ef ekki fæst leikskólakennari. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða mjög skemmtilegt og gefandi starf í lifandi starfsumhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2021.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.

 

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og sveigjanleiki
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Þess má geta að hjá leikskólum Ísafjarðarbæjar hefur þegar verið gerð vinnustytting um 3 klst á viku miðað við 100% starf.

Umsóknir skulu sendar til Ernu Höskuldsdóttur leikskólastjóra á netfangið ernaho@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og leyfisbréf.

Nánari upplýsingar veitir Erna, í síma 450-8370 / 663-9833 eða í gegnum ofangreindan tölvupóst.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Tilslakanir á skólastarfi

Nýjustu punktar um skólastarf vegna sóttvarna. Við á Laufási breytum engu hjá okkur út desember, ef eitthvað breytist þá látum við foreldra vita.

  • Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla.
  • 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá  nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum.
  • Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur.
  • Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega.
  • Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember.

Gleði í desember

Fallegir jólasveinar eftir börnin á Laufási
Fallegir jólasveinar eftir börnin á Laufási

Desember 2020 verður aðeins öðruvísi eins og reyndar allt árið vegna aðstæðna í heiminum. Þrátt fyrir það er búið að baka piparkökur og skreyta þær og ef allt væri eðlilegt myndum við bjóða foreldrum í heitt súkkulaði og smákökur á morgun en börnin tóku kökur með sér heim fyrir helgi nokkrar kökur í poka til að bjóða upp á heima í staðinn.

Nýjar reglur taka gildi fimmtudaginn 10. desember sem okkur sýnist að verði áfram með svipuðu sniði og undanfarnar vikur. Meðal þess sem við gerum í desember er að gera jólföndur og skreyta leikskólann, kveikja á aðventukransinum okkar, syngja meira og lesa jólasögur. Umfram allt höfum við það huggulegt og reynum að skapa rólega stemmningu en pössum upp á að fá útrás fyrir hreyfingu í útinámi, íþróttahúsinu á miðvikudögum og í útiveru. Iwona byrjaði að vinna í leikskólanum í síðustu viku og bjóðum við hana velkomna til okkar.

Mottóið okkar í desember: Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá 

Í dag á Heilsuleikskólinn Laufás afmæli

Afmælisstund á Laufási 33 ára
Afmælisstund á Laufási 33 ára

Heilsuleikskólinn Laufás er 33 ára í dag. Hefð er fyrir því að bjóða foreldrum og velunnurum skólans í afmæliskaffiboð á þessum degi en vegna Covid var það því miður ekki hægt. Við dóum samt ekki ráðalaus og héldum upp á daginn með því að setja fána á borð, snæða ljúffenga súkkulaði köku og syngja. Leikskólinn fékk nýja kubba og bók um líkamann sem verður einmitt þema hjá okkur eftir áramót.

Það er leikur að læra kveðjur til ykkar allra, vonandi getum við boðið í jólakaffi á aðventunni en ef ekki, þá leysum við það í takt við allt og alla.

Góða helgi

Sefur selur á steini?
Sefur selur á steini?

Það er búið að vera líf og fjör í vikunni sem er að líða. Í dag fóru börnin í fjöruferð þar sem þessi fallega mynd var tekin. Við erum búin að vera fjalla um seli og markmiðið með ferð í fjöruna var að athuga hvort við fyndum ekki einn.

Á þriðjudaginn fóru elstu börnin með yngstu nemendum grunnskólans í skógarleiðangur með vasaljós snemma á þriðjudagsmorgunn í myrkrinu. Í skóginum var lesin saga og farið í ratleik með vasaljós. Nesti var svo borðað úti á skólalóðinni. Þessi sameiginlega stund í skóginum var í staðinn fyrir skólaheimsókn (blanda ekki börnum milli sóttvarnarhólfa).

Nýjar reglur varðandi sóttvarnir koma á næsta mánudag þá kemur í ljós hvort að það verði einhverjar tilslakanir eða hvort við höldum áfram sama skipulagi. Við höldum áfram hér í leikskólanum og höldum upp á dag íslenskrar tungu á mánudaginn ásamt því að hann Jón Þór pabbi hennar Katarínu ætlar að koma og vinna í leikskólanum.

Góða helgi

starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás

Vináttudagur á Laufási

Hvað er vinátta?
Hvað er vinátta?

Í tilefni baráttudags gegn einelti sem haldin er ár hvert 8. nóvember var vináttudagur á Laufási í dag.

Laufás er vináttu leikskóli og Bangsinn Blær vinur okkar er hluti af því verkefni.

Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því.

Í dag fjölluðum við um vináttu með Blæ og bjuggum til vináttu hjarta í tilefni  dagsins.