112 dagurinn
Þann 11. febrúar var einn einn tveir dagurinn, þema dagsins var að þessu sinni börn og öryggi sem er okkur sérlega hugleikið hér á Laufási. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt og mikilvægt þennan dag. Við ræddum um ýmis öryggis atriði eins og neyðarnúmerið okkar 112 sem við megum alltaf hringja í í neyð. Við ræddum einnig um hvað við eigum að gera ef að kemur upp eldsvoði. Við skoðuðum neyðar útganga á Laufási og fórum út um einn slíkan til að æfa okkur. Við fengum að skoða Slökkviliðsbílinn á þingeyri bæði að innan og utan. Við fengum líka að eins að skoða sjúkrabílinn og síðan fengum við að fara um alla slökkviliðistöð Þingeyrar að skoða og spurja um allt sem að okkur datt í hug. Þökkum Hafsteini Má vel fyrir að taka á móti okkur.